top of page
6M4A0818_edited.jpg
aegir3-logo.png

Heiðmerkurþrautin

Þríþrautarfélagið Ægir3 stendur fyrir hinni vinsælu Heiðmerkurþraut laugardaginn 22. október n.k. haustið 2022. Ræst er kl 11:00 að morgni.

Ræst er kl 11. að morgni og keppt er í hlaupi - hjóli - hlaupi. (4km -15km -4km).  Nú hefur verið opnað fyrir skráingar 🥳 hér neðar á síðunni. 

Sundhræddir ættu ekki að láta sig vanta því keppt verður í tvíþraut þar sem hlaupið er tvisvar og hjólað einu sinni.

Þrautin er haldin í góðu samstarfi við Skógræktina í Heiðmörk og mun allur ágóði af skráningu renna til þeirra.

6M4A1162_edited.jpg

Skráning og verð

Skráningargjald í Heiðmerkurþrautina 3.500 kr. Allur ágóði af keppninni rennur til Skógræktarfélagsins í Heiðmörk.

Skráningu lýkur kl. 23.59, fimmtudaginn 20. október 2022.

 

Verðlaunaafhending verður að keppni lokinni og verða veitt verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í kvenna og karla en ekki eftir  aldursflokkum.

 

Sjáumst hress í Heiðmörk!

Skráningarverð

3.500 kr

Hvað sagðiru, tvíþraut?

Í stað þess að byrja á sundi eins og í hefðbundinni þríþraut þá hlaupum við 4km leið eins og vindurinn um skóglendi Heiðmerkur. Því næst hjólum við 15km og hlaupum svo sömu leið aftur. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir landdýr til þess að láta ljós sitt skína og gera það í þessu fallega umhverfi.

Keppnisbrautin

Rás- og endamark í Heiðmerkurþrautinni er í Furulundi.

Skoða staðsetningu ->

Hlaupaleið

Rétt tæplega 2km hringur sem er hlaupinn tvisvar sinnum í hvert skipti.

 

Hlaupið er eftir malarvegi í átt til Reykjavíkur. Beygt er við fyrstu beygju til hægri inn á göngustíg, beygjan verður vel merkt.

Strava: https://www.strava.com/segments/2333321

Screenshot 2021-10-12 at 23.36.08.png
Screenshot 2021-10-12 at 23.36.37.png

Hjólaleið

7,5km langur hringur sem er hjólaður tvisvar sinnum. Hjólað er af stað í átt til Bláfjalla og hringurinn því hjólaður réttsælis.

 

Undirlagið er möl og því nauðsynlegt að vera á hjóli sem ræður við það. Við mælum með fjalla- og malarhjólum.

Strava: https://www.strava.com/segments/2333364

Almennar upplýsingar

  • Verðlaunafhending verður klukkan 13:00 og verða veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í karla og kvenna flokkum, ekki eru veitt verðlaun í aldursflokkum.

  • Keppnin er haldin seint að hausti til svo huga gæti þurft að nagladekkjum og skóbúnaði ef hállt er á keppnisdegi.

  • Keppendur eru hvattir til að leggja ekki í Furulund heldur leggja við brúnna við Helluvatn og hjóla uppeftir. Þar verður einnig hægt að fara á salerni en ekki er salernisaðstaða í Furulundi.

  • Hjólarekkar verða ekki til staðar á skiptisvæði.

  • Ekki verða drykkjastöðvar á keppnisbrautinni en keppendum verður auðvitað boðið upp á heita drykki og fleira í endamarki.

  • Nánari upplýsingar og keppnishandbók mun berast keppendum í tölvupósti þegar skráningu lýkur.

Er eftir einhverju að bíða?

Komdu og taktu þátt í þessari skemmti tvíþraut þar sem markmiðið er að njóta útiveru saman og krydda vetraræfingarnar með smá keppnisskapi. Forskráningarverð gildir í takmarkaðan tíma og við getum aðeins tekið á móti 100 keppendum.

bottom of page