images.png

ÓLYMPÍSK ÞRAUT - BRAUTIN

SUND

Í vatninu eru 3 baujur sem mynda 750 metra þríhyrning. Syntir eru tveir “hringir”.  Heildarvegalengd 1500 metrar.

OL SUND.png

HJÓL

Hjólað frá skiptisvæði og inn á Lyngdalsheiðarveg (veg 365). Hjólað er yfir Lyngdalsheiðina og beygt til vinstri inn á Þingvallaveg (36) og hjólaðir ca 5 km til suðurs að snúningspunkti. Þar er snúið við og hjóluð sama leið til baka yfir Lyngdalsheiðina alla leið inn á skiptisvæði.
Uppsöfnuð hækkun um 330m.

OL HJOL.png

HLAUP

Farið er til norður frá skiptisvæði meðfram vatninu.  Þaðan er farin malbikuð gata yfir veg 37 og upp að tjaldsvæðinu.  Farið er upp hlíðina og til baka gegnum skógarstíg.  Aftur er farið yfir veg 37 niður Laugabraut í átt að skiptisvæði, en beygt til hægri.  Þar er farin lykkja í suðurátt og endað á sama stað. Hringurinn er 5 km og farnir eru 2 hringir, samtals 10 km.

Stærstur hluti er á mjúku undirlagi, möl og skógarstíg.

Hægt er að skoða myndir af hluta hlaupabrautarinnar sem voru teknar í nóvember 2018 hér.

HI HLAUP.png