top of page

Nýliðavika 1. - 8. október  - Allir velkomnir

 

 

 

Ægir3 - Þríþrautarfélag Reykjavíkur er elsta þríþrautarfélag landsins.

Þríþraut er skemmtileg og fyrir alla.

Við bjóðum nýliða velkomna á æfingar hvenær sem er og hvetjum alla sem hafa áhuga til að hafa samband.

Við erum með 2-3 æfingar í hverri grein vikulega.

Fólk æfir þríþraut á mismunandi forsendum og mismunandi ákefð.  Allt frá því að mæta á allar æfingar og stefna á lengri keppnir svo sem járnkarl, yfir í það að mæta stopult og keppa ekkert.

Æfingagjald eru eftirfarnadi :

  • Fullorðnir kr. 95.000,- staðgreiðsluverð

    • Hægt er að greiða 10.000 - mánaðarlega. Tveggja mánaða uppsagnarfrestur er á mánaðaráskrift.

    • 50% afsláttur fyrir 25 ára og yngri og 67 ára og eldri (önnur afsláttarkjör eiga þá ekki við).

  • Fjaraðild - Full aðild að félaginu án mætingar á æfingar, þó má mæta á sjósundsæfingar yfir sumartímann. Aðgangur að æfingasíðu félagsins á facebook ásamt æfingaplani og hægt að taka þátt í viðburðum Ægir3 eins og æfingaferðum og æfingabúðum. Hugsað fyrir fólk sem ekki getur nýtt sér æfingar félagsins nema í undantekningar tilfellum (t.d. vegna búsetu úti á landi) kr. 35.000,-

  • Hægt er að mæta á æfingar í eingöngu einni grein (nema hjól). Æfingagjald fyrir annað hvort sund eða hlaup er kr. 6.000,- á mánuði  

 

Æfinga/félagsgjöld eru ekki endurgreidd.

Innifalið í æfingagjöldum:
– Þjálfun á öllum sund, hjóla- og hlaupaæfingum.

  • Sund: 3 æfingar á viku

  • Hjól:  2 – 3 æfingar á viku

  • Hlaup:  2 – 3 æfingar á viku

– Aðgangur að Laugardalshöll á mánudagsæfingum.

– Æfingaprógram frá yfirþjálfara.

– Frábær félagsskapur !

 

Stjórn 2024-2025:
Jóhann Ari Jóhannsson, formaður

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, varaformaður

Kári Steinar Karlsson, gjaldkeri, ksk(hjá)verkis.is

Finnur Björnsson, ritari
Nokkvi Norðfjörð, meðstjórnandi


Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum netfangið aegir3 (hjá) gmail (punktur) com

Upplýsingar : Við erum á facebook og Instagram, en fyrir þá sem eru ekki þar, þá er hægt að sjá upplýsingar þaðan með því að smella hér.

Lög félagssins eru hér.

Ægir3 á heima í Laugardalnum

bottom of page