Ægir3 - Þríþrautarfélag Reykjavíkur er elsta þríþrautarfélag landsins.
Þríþraut er skemmtileg og fyrir alla.
Við bjóðum nýliða velkomna á æfingar hvenær sem er og hvetjum alla sem hafa áhuga til að hafa samband.
Við erum með 2-3 æfingar í hverri grein vikulega.
Fólk æfir þríþraut á mismunandi forsendum og mismunandi ákefð. Allt frá því að mæta á allar æfingar og stefna á lengri keppnir svo sem járnkarl, yfir í það að mæta stopult og keppa ekkert.
Æfingagjald eru eftirfarandi:
-
Fullorðnir kr. 95.000,- staðgreiðsluverð
-
Hægt er að greiða 10.000 - mánaðarlega. Tveggja mánaða uppsagnarfrestur er á mánaðaráskrift.
-
50% afsláttur fyrir 25 ára og yngri af árgjaldi
-
25% afsláttur fyrir 67 ára og eldri (önnur afsláttarkjör eiga þá ekki við).
-
-
Fjaraðild - Full aðild að félaginu án mætingar á æfingar, þó má mæta á sjósundsæfingar yfir sumartímann. Aðgangur að æfingasíðu félagsins á facebook ásamt æfingaplani og hægt að taka þátt í viðburðum Ægir3 eins og æfingaferðum og æfingabúðum. Hugsað fyrir fólk sem ekki getur nýtt sér æfingar félagsins nema í undantekningar tilfellum (t.d. vegna búsetu úti á landi) kr. 35.000,-
-
Hægt er að mæta á æfingar í eingöngu einni grein (nema hjól). Æfingagjald fyrir annað hvort sund eða hlaup er kr. 6.000,- á mánuði
Æfinga/félagsgjöld eru ekki endurgreidd.
Innifalið í æfingagjöldum:
– Þjálfun á öllum sund, hjóla- og hlaupaæfingum.
-
Sund: 3 æfingar á viku
-
Hjól: 2 – 3 æfingar á viku
-
Hlaup: 2 – 3 æfingar á viku
– Aðgangur að Laugardalshöll á mánudagsæfingum.
– Æfingaprógram frá yfirþjálfara.
– Frábær félagsskapur !
Lög og reglur Ægir3
Ægir3 er undir Þríþrautasambandi Íslands og þar að leiðandi ÍSÍ og fer Ægir3 eftir þeim siðareglum, hegðunarreglum og öðrum reglum sem gætu átt við, sem ÍSÍ gefur út.
Ægir3 tekur hart á öllum brotum á þessum reglum og geta þesskonar brot leitt til brottrekstur úr félaginu. Lög og reglur má finna hér að ofan og á síðu ÍSÍ.
Stjórn 2024-2025:
Jóhann Ari Jóhannsson, formaður
Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, varaformaður
Kári Steinar Karlsson, gjaldkeri, ksk(hjá)verkis.is
Finnur Björnsson, ritari
Nokkvi Norðfjörð, meðstjórnandi
Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum netfangið aegir3 (hjá) gmail (punktur) com
Upplýsingar : Við erum á facebook og Instagram, en fyrir þá sem eru ekki þar, þá er hægt að sjá upplýsingar þaðan með því að smella hér.
Lög félagssins eru hér.
Ægir3 á heima í Laugardalnum