Ægir3 - Þríþrautarfélag Reykjavíkur er elsta þríþrautarfélag landsins.

Þríþraut er skemmtileg og fyrir alla.

Við bjóðum nýliða velkomna á æfingar hvenær sem er og hvetjum alla sem hafa áhuga til að hafa samband.

Við erum með 2-3 æfingar í hverri grein vikulega.

Fólk æfir þríþraut á mismunandi forsendum og mismunandi ákefð.  Allt frá því að mæta á allar æfingar og stefna á lengri keppnir svo sem járnkarl, yfir í það að mæta stopult og keppa ekkert.

Æfingagjald fyrir tímabilið 2019 – 2020  (1.sept– 31.ágúst) er :

  • Fullorðnir kr. 65.000,- staðgreiðsluverð

    • Hægt að skipta í 5 greiðslur, þá er gjaldið kr. 71.500,-

  • 25 ára og yngri fá 50% afslátt.

  • Afsláttur 25% ef búseta er á sama heimili

    • Amk. einn greiðir fullt gjald.

  • Skráning í félagið og aðgangur að æfingarplani kostar 18.000,-

  • Ein grein (sund eða hlaup) kostar kr. 32.000,-

Innifalið í æfingagjöldum:
– Sund: 2 æfingar á viku
– Hjól:  2 – 3 æfingar á viku
– Hlaup:  2 – 3 æfingar á viku
– Þrír langir æfingadagar (3-4 klst æfingabúðir)
– 50% afsláttur af árskorti í Laugardalslaug og eina hverfislaug (Rvk.)
– 30% afsláttur af 6 og 12 mánaða kortum hjá World Class
– Frábær félagsskapur !

 

Stjórn 2020-2021:
Hildur Árnadóttir formaður
Hörður Ragnarsson
Kári Steinar Karlsson, gjaldkeri, ksk(hjá)verkis.is

Rakel Jensdóttir
Sigurjón Ólafsson


Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum netfangið aegir3 (hjá) gmail (punktur) com

Upplýsingar : Við erum á facebook, en fyrir þá sem eru ekki þar, þá er hægt að sjá upplýsingar þaðan með því að smella hér.

Lög félagssins eru hér.

1/24

Ægir3 á heima í Laugardalnum