Skriðsundsnámskeið
Ægir3 stendur fyrir frábærum skriðsundsnámskeiðum þar sem kennarar eru þrautreyndir sundþjálfarar sem koma öllum á flot !
Næsta skriðsundsnámskeið fer fram 25. sept - 18. okt
Kennt er innilaug Laugardalslaugar mánudaga og miðvikudaga kl. 20.30 til 21.30 (samtals 8 skipti). Samtals komast 12 á hvort námskeið.
Tvö námskeið eru í boði:
1. Fyrir byrjendur: Þeir sem eiga erfitt með að synda 25-50m skriðsund.
2. Fyrir lengra komna: Þeir sem vilja bæta skriðsundstækni sína.
Kennarar (veita allar nánari upplýsingar):
- Rémi Spilliaert, sundþjálfari, sími: 665 7004
- Gylfi Guðnason, íþróttafræðingur og sundþjálfari, sími: 891-8133
Verð kr.18.000
Aðgangur að lauginni er ekki innifallinn í námskeiðsgjaldinu.
Skráning í hlekknum hér fyrir neðan
