top of page

Einstaklings keppni og boðþraut

Hægt er að keppa annað hvort sem einstaklingur eða lið í ólympískri þríþraut á Laugarvatni. Ef valið er að keppa sem lið geta allt að 3 einstaklingar skipt með sér þrautum þar sem t.d. einn syndir, annar hjólar og þriðji hleypur. Í boðþraut verða veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.

6M4A8380_edited.jpg
aegir3-logo.png
Laugarvatnsþrautin
Laugardaginn 6. júlí 2024

🏊‍♀️  1500m sund
🚴  40km hjól
🏃‍♀️  10km hlaup

Keppnisbrautin

Svæðið umhverfis Laugarvatn er ótrúlega fallegt og hentar mjög vel til þríþrautariðkunnar. Vatnið er passlega djúpt til þess að alla sundleiðina er hægt að stíga til botns ef þörf er á. Á hjólinu er farið yfir víðan veg, að miklu til á mjög nýlegu malbiki. Hlaupabrautin er stutt og hröð og fer því oft framhjá stemmingunni hjá marksvæðinu.

Sundið

Í vatninu eru þrjár baujur sem mynda 750 metra hring. Syntir eru tveir hringir, samtals 1500m

Hjólið

Screenshot 2023-06-08 at 22.16.42.png

Hjólað er frá skiptisvæði, Uppá hringtorgið við Laugarvatn, Þaðan er hjólað áleiðis til Svínavatns að snúningspunkti þar sem snúið er við og hjólað aftur að hringtorginu, og haldið af stað seinni pylsuna. Eftir að seinni pylsu lýkur er farið aftur að skiptisvæðinu, þar sem hjólaleggurinn endar.

40km & 288m hækkun

Hjólið

Hlaupið

Hraður 2,5km hringur þar sem hlaupið er frá skiptisvæði í suður að hlaupabrautinni. Hálfur hringur á henni og svo meðfram sundlauginni í norður þangað til að beygt er til hægri og hlaupið meðfram vatninu aftur að skiptisvæði. 

4x hringir, 10km & 40m hækkun

Screenshot 2024-05-29 at 19.32.52.png

Myndefni frá keppninni

Hvað segirðu, eigum við að skrá okkur?

Við skulum ekkert vera að ofhugsa þetta. Skráning er opin, skráðu þig og mættu á Laugarvatn og taktu þátt í þessari veislu 🎉

bottom of page