64656107_375167926461284_537595752155709
aegir3-logo.png
Laugarvatnsþrautin
Sunnudaginn 13. júní 2021

HÁLFUR JÁRNMAÐUR

Ræsing 09:00

🏊‍♀️  1900m sund
🚴  90km hjól
🏃‍♀️  20km hlaup

Ólympísk þraut

Ræsing 12:00

🏊‍♀️  1500m sund
🚴  45km hjól
🏃‍♀️  10km hlaup

Skráning og verð

Skráning í Laugarvatnsþrautina er hafin og lýkur henni kl. 23:59 þriðjudaginn 8. júní 2021. Innifalið í skráningargjaldi er aðgangur í Fontana, ásamt súpu og brauði að lokinni keppni.

​Sérstakt forskráningarverð gildir til 25. maí en þá hækka verðin umtalsvert og því um að gera að skrá sig snemma.

ÓLYMPÍSK ÞRAUT

14.500 kr

Verð eftir 25. maí 2021 - 21.750 kr

HÁLFUR JÁRNKARL

22.900 kr

Verð eftir 25. maí 2021 - 34.350 kr

Keppnisbrautin

Svæðið umhverfis Laugarvatn er ótrúlega fallegt og hentar mjög vel til þríþrautariðkunnar. Vatnið er passlega djúpt til þess að alla sundleiðina er hægt að stíga til botns ef þörf er á. Á hjólinu er farið yfir víðan veg, að miklu til á mjög nýlegu malbiki. Hlaupabrautin er svo einstök en hún liggur um stíga og gróið skóglendi Laugarvatns.

 

Sundið

Í vatninu eru þrjár baujur sem mynda 750 metra hring.

Ólympísk þraut

2x hringir, samtals 1500m

Hálfur járnkarl

2x hringir og svo að bauju nr.1 og til baka í mark, samtals 1900m

Hjólið

NÝTT

Hjólað er frá skiptisvæði, upp á Lyngdalsheiðarveg og inn eftir í þjóðgarð þar sem snúið er við á malbikuðu útskoti. Fyrir stuttu var Þingvallavegur endurnýjaður og eru því aðstæður til keppnishalds með besta móti á honum. Í útskotinu verður drykkjarstöð, kamar, millitími og almennt pepp!

Ólympísk þraut

1x hringur, 45km & 315m hækkun

Hálfur járnkarl

2x hringir, 90km & 630m hækkun

 

Hlaupið

Fallegur 5km hringur sem er að mestu leiti á mjúku undirlagi, möl og skógarstíg. Hlaupið er frá skiptisvæði í norður eftir vatninu og þaðan upp malbikaða götu að tjaldstæðinu. Farið er upp hlíðina og til baka gegnum skógarstíg. Þaðan yfir Laugarvatnsveg niður Laugabraut í átt að skiptisvæði, en beygt til hægri. Þar er farin lykkja í suðurátt og endað á sama stað.

Ólympísk þraut

2x hringir, 10km & 150m hækkun

Hálfur járnkarl

4x hringir, 20km & 300m hækkun

Til eru myndir af hlaupaleiðinni og er hægt að skoða þær hér.

Myndefni frá keppninni

1/7

Hvað segirðu, eigum við að skrá okkur?

Við skulum ekkert vera að ofhugsa þetta. Skráning er opin, skráðu þig og mættu á Laugarvatn 13. júní og taktu þátt í þessari veislu 🎉